Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 10:00
Kári Snorrason
Snýr heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku - „Lagði allt í sölurnar og geri enn“
„Þegar maður horfir til baka er maður alltaf stoltastur þegar maður er í landsliðsbúningnum.“
„Þegar maður horfir til baka er maður alltaf stoltastur þegar maður er í landsliðsbúningnum.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson skrifaði nýverið undir tveggja ára samning við ÍA og mun því leika í Bestu deildinni á komandi tímabil eftir tæplega 14 ára dvöl erlendis í atvinnumennsku.

Hann gengur til liðs við Skagamenn frá armenska liðinu FC Noah þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. Þar áður lék hann á Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og á Grikklandi.

„Ég er heppinn að hafa fengið að vinna nokkra titla og nokkra landsleiki. Ég held að ég hafi náð öllum mínum markmiðum. Auðvitað eru einhver mistök hér og þar. Maður kunni ekki alveg á landslagið í fótboltaheiminum, maður brenndi sig kannski einhvern tímann á því, hvernig maður átti að gera þetta allt. En heilt yfir lagði ég allt í sölurnar og geri það ennþá. Þá getur maður alltaf horft til baka og verið ánægður með sjálfan sig.“

„Þetta voru mörg skemmtileg tímabil. Það var auðvitað sérstakt að fara í MLS deildina og vinna þar. Að vera hluti af því þegar New York vann í fyrsta skipti. Ég vissi að það hefði verið markmiðið hjá þeim lengi, eða þá í öll þessi 7-8 ár frá því að klúbburinn var stofnaður. Það var mjög stórt, en þegar maður horfir til baka er maður alltaf stoltastur þegar maður er í landsliðsbúningnum. Það voru hápunktar allt saman líka.“

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Athugasemdir
banner
banner