Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 10:07
Elvar Geir Magnússon
Allir sóknarmenn Arsenal ískaldir
Viktor Gyökeres - 1 mark í 11 síðustu leikjum.
Viktor Gyökeres - 1 mark í 11 síðustu leikjum.
Mynd: EPA
Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester City og Aston Villa náðu að minnka forystu Arsenal niður í fjögur stig um helgina í ensku úrvalsdeildinni. City og Villa unnu sína leiki en Arsenal tapaði gegn Manchester City.

BBC fjallar um að það sé áhyggjuefni fyrir Arsenal að vera ekki með augljósan markaskorara í liðinu sínu. Enginn af sóknarmönnum liðsins er að skila mörgum mörkum í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir:

Bukayo Saka - 1 mark í 10 síðustu leikjum

Viktor Gyökeres - 1 mark í 11 síðustu leikjum

Gabriel Martinelli - 0 mark í 13 síðustu leikjum

Leandro Trossard - 1 mark í 8 síðustu leikjum

Noni Madueke - 0 mörk í síðustu 25 leikjum
(það er ár síðan Madueke skoraði síðast úrvalsdeildarmark)

„Ég tel að reynsluleysi allra hjá Arsenal þegar kemur að því að vinna deildina sé að koma í bakið á þeim. Liðið hefur lent í öðru sæti í þrjú ár og verið nálægt," segir Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United.

„Að ná að klára dæmið, koma þessu yfir línuna, snýst um að skilja að það fellur ekki allt með þér í hverjum einasta leik. Pressan á Arsenal er ekki utanaðkomandi heldur er hún innan félagsins. Þeir þurfa að læra og þeir þurfa að læra hratt."
Athugasemdir
banner