Roma 1 - 1 Milan
0-1 Koni De Winter ('62 )
1-1 Lorenzo Pellegrini ('74 , víti)
0-1 Koni De Winter ('62 )
1-1 Lorenzo Pellegrini ('74 , víti)
AS Roma tók á móti AC Milan í ítölsku toppbaráttunni í kvöld og úr varð áhugaverður slagur.
Heimamenn í liði Roma voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma boltanum í netið. Mike Maignan átti stórleik á milli stanga Milan og bjargaði sínum mönnum nokkrum sinnum meistaralega.
Síðari hálfleikurinn var talsvert jafnari og tóku gestirnir forystuna á 62. mínútu þegar varnarmaðurinn Koni De Winter skoraði með skalla eftir hornspyrnu.
Rómverjar svöruðu fyrir sig tólf mínútum síðar þegar Lorenzo Pellegrini skoraði úr vítaspyrnu eftir klaufalega hendi innan vítateigs hjá reynslulitlum Davide Bartesaghi.
Hvorugu liði tókst að skapa mikið eftir jöfnunarmarkið svo lokatölur urðu 1-1.
Milan er áfram í öðru sæti, núna fimm stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem tróna á toppi deildarinnar.
Roma er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Milan.
Athugasemdir




