Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 11:56
Kári Snorrason
Æfingaleikir: HK lagði Gróttu og Víðir vann grannaslaginn
Karl Ágúst var á skotskónum í Kórnum í gær.
Karl Ágúst var á skotskónum í Kórnum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1-0 Grótta
Karl Ágúst Karlsson 1-0 ('15)

HK hafði betur gegn Gróttu er liðin mættust í æfingaleik í Kórnum í gærdag. Leiknum lauk með 1 0 sigri HK eftir mark Karls Ágústs Karlssonar snemma leiks.

Bæði lið leika í Lengjudeildinni á komandi tímabili. Grótta tryggði sér sæti þar með öðru sæti í 2. deild á síðustu leiktíð. HK hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar og tapaði úrslitaleik umspilsins gegn Keflavík á liðnu tímabili.

Víðir Garði 3-0 Reynir Sandgerði
Mörk Víðis: Ísak John Hill Ævarsson (3)

Þá mættust Víðir Garði og Reynir Sandgerði á föstudag á þar sem Víðir vann sannfærandi 3-0 sigur. Ísak John Hill Ævarsson fór á kostum og skoraði öll mörk Víðis.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet.
Athugasemdir
banner
banner