Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 29. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Árni Vill spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Kolos Kovalivka
Liverpool heldur áfram flugi samkvæmt spá Árna.
Liverpool heldur áfram flugi samkvæmt spá Árna.
Mynd: Getty Images
Árni spáir sínum mönnum í Arsenal sigri.
Árni spáir sínum mönnum í Arsenal sigri.
Mynd: Getty Images
Kristján Óli Sigurðsson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Árni Vilhjálmsson spáir í leikina að þessu sinni en hann skoraði í sínum fyrsta leik með Kolos Kovalivka í úkraínsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.



Newcastle 0 - 2 Manchester City (12:30 á laugardag)
Solid 0-2 sigur City. Enginn dramantík sem mun eiga sér stað. Gabriel Jesus skorar allavega annað markið.

Burnley 1 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Burnley skorar í fyrri hálfleik og leggst til baka. Engin flókin uppskrift hjá Burnley í þessum leik. Því miður jafnar Palace á síðustu 10-15 mín.

Chelsea 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Lampard hefur verið að gera góða hluti með þetta Chelsea lið. 2-1 sigur heimamanna. Yarmalenko skorar fyrir West Ham.

Liverpool 2 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Vélin mallar hjá Liverpool. Auðveldur sigur Liverpool og Jóhann Fannar vinur minn fer glaður í háttinn!

Tottenham 3 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Sem Arsenal maður er erfitt að horfast í augu við það að Mourinho sé kominn til Tottenham. Ég var einn af fáum Arsenal stuðningsmönnum sem vildi fá hann sem þjálfara og prófa eitthvað nýtt. Sigurvél sem mun ekki tapa á móti Bournemouth.

Southampton 0 - 0 Watford (17:30 á morgun)
Steindautt 0-0 jafntefli!

Norwich 0 - 2 Arsenal (14:00 á sunnudag)
Það er eitthvað í gangi hjá mínum mönnum í Arsenal. Engu að síður taka þeir Norwich. Aubameyang og Özil með mörkin.

Wolves 1 - 0 Sheffield United (14:00 á sunnudag)
Vinur minn frá Rúmeníu er 100% á Wolves sigri. Ég hef ekki hugmynd um þennan leik þannig ég elti það sem mér var sagt og set 1-0 sigur á Wolves!

Leicester 2 - 2 Everton (16:30 á sunnudag)
Leicester hefur verið á siglingu ólíkt Everton. Silva stýrir Everton hugsanlega í síðasta skipti í þessum leik og nær í gott stig á útivelli. Er ekki með úrslitin á hreinu en jafntefli verður það! Hendum 2-2 á þennan leik.

Manchester United 2 - 0 Aston Villa (16:30 á sunnudag)
United tekur þennan leik solid 2-0. Rashford skorar úr víti og síðan kemur óvæntur Fred og setur seinna markið með skoti af 35m!

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner