Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 08. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Tómas Þór spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikarinn Sveinn Ólafur Gunnarsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, spáir í leikina að þessu sinni. Síminn verður með góða menn á Anfield á toppslag Liverpool og Manchester City.



Norwich 2 - 1 Watford (20:00 í kvöld)
Ég kom með hot take að Quique Sánchez Flores yrði næstur til að verða látinn fara eftir að Gracia fór þannig ég eiginlega þarf að halda með Norwich. En, svona í alvörunni getur Watford ekki unnið leik og ég sé Pukki setja jafnvel næst síðasta markið sitt á leiktíðinni.

Chelsea 3 - 1 Crystal Palace (12:30 á morgun)
Frjálsflæðandi Chelsea er eitt allra skemmtilegasta liðið til að horfa á. Nóg af mörkum þar og þó Palace-menn séu þéttir sé ég þá ekki stoppa þá bláu. Chelsea fær á sig eitt mark úr föstu leikatriði en vinnur sannfærandi.

Burnley 1 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Burnley getur afskaplega lítið án Jóa Berg og þá er fokið í flest skjól þegar að liðið er að fá á sig átta mörk í síðustu þremur leikjum. Á þetta lið ekki að byggja á sterkri vörn? West Ham getur reyndar lítið þessa dagana en er skömminni skárri en Burnley, allavega miðað við næstum því endurkomuna gegn Newcastle.

Newcastle 0 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Mínir menn í Bournemouth eru heldur betur búnir að taka til í varnarleiknum og fá aðeins á sig eitt mark í síðustu fjórum en eru reyndar hættir að skora. Þetta græjast undir lokin og Eddie fer skellihlæjandi heim frá norðri til suðurs.

Southampton 2 - 2 Everton (15:00 á morgun)
Tvö lið í basli og rúmlega það. Það hljóta að opnast einhverjar flóðgáttir þarna. Gylfi skorar eitt og leggur upp annað og tekur þetta lið aðeins yfir núna. Úrslitin falla samt ekki með Everton og Silva-sætið heldur áfram að hitna.

Tottenham 0 - 2 Sheffield United (15:00 á morgun)
Það er bara alltof mikill andi í stálstrákunum þessa dagana þannig að andleysið í Spurs ráði við þá.

Leicester 3 - 2 Arsenal (17:30 á morgun)
Leicester er betra en Arsenal í dag og stingur það af í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Kveðjuleikur Emery.

Manchester United 1 - 1 Brighton (14:00 á sunnudag)
Sé þetta ekki skána í bráð hjá Óla. Það er fullt spunnið í þetta Brighton-lið.

Wolves 2 - 2 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Tvö lið sem spila með miklu hjarta og er gaman að horfa á. Verður lúmkst skemmtilegur leikur.

Liverpool 2 - 2 Manchester City (16:30 á sunnudag)
Stóra í þessu fyrir okkur hér heima er að við á Síminn Sport verðum auðvitað á vellinum að sjá þetta jafntefli. Eiður Smári og Logi Bergmann verða á grasinu á Anfield og fá góðan gest, sjálfan Harry Kewell með sér í upphitun fyrir leik. Í upphitun fyrir leikinn fáum við svo Raphael Honingstein, blaðamann par exelance, í heimsókn en hann var að gefa út nýja ævisögu Jürgens Klopps. Öllu til tjaldað fyrir þennan stærsta leik tímabilsins.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner