Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   fös 23. ágúst 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Sóli Hólm spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Formaður Liverpool samfélagsins Sóli Hólm og varaformaðurinn Baldur Kristjánsson á Anfield eftir 3-1 sigur Liverpool á ManU í desember 2018
Formaður Liverpool samfélagsins Sóli Hólm og varaformaðurinn Baldur Kristjánsson á Anfield eftir 3-1 sigur Liverpool á ManU í desember 2018
Mynd: Úr einkasafni
Arnór Sigurðsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

3. umferðin fer fram um helgina og skemmtikrafturinn Sóli Hólm sér um að spá í þá. Sóli hefur vakið mikla athygli sem formaður Liverpool samfélagsins á Twitter á þessu ári.



Aston Villa 1 - 2 Everton (19:00 í kvöld)
Mörkin hafa látið sitja á sér hjá Everton en þeir vinna þennan leik. Vonandi fáum við fyrstu mörkin frá Moise Kean.

Norwich 2 - 2 Chelsea (11:30 á laugardag)
Ég ætla að gerast djarfur og spá því að þetta endi með jafntefli. Ég held að Pukki haldi áfram að raða inn áður en markaskorunin mun fjara út hjá honum eftir 2-3 vikur.

Brighton 1 - 3 Southampton (14:00 á laugardag)
Southampton nær í sín fyrstu stig á tímabilinu. Ingsarinn skorar án þess að fá hjálp.

Manchester United 0 - 1 Crystal Palace (14:00 á laugardag)
Þarna verður Woy með vörnin algjörlega upp á 10 og nær að halda aftur af United. Þetta fer jafntefli eða sigur hjá Palace. Sem formaður samfélagsins spái 1-0 sigri Palace.

Sheffield United 0 - 2 Leicester (14:00 á laugardag)
Þarna tekur Brendan sigur.

Watford 2 - 1 West Ham (14:00 á laugardag)
Bæði lið hafa byrjað illa en annað þeirra nær að rétta gengið við og það verður Watford.

Liverpool 3 - 1 Arsenal (16:30 á laugardag)
Við höfum átt frekar auðvelt með Arsenal á heimavelli undanfarin ár. Ég held að ég sé frekar hóflegur miðað við tölur sem við höfum verið að ná í þessum leikjum síðustu tímabil. Verði þetta sigur þá tileinkar formaður samfélagsins honum Liverpool mönnum á landsbyggðinni.

Bournemouth 1 - 1 Manchester City (13:00 á sunnudag)
Þarna spái ég eftir óskhyggju frekar en rökhyggju. Agent Harry Wilson mun setja eitt mark og Bournemouth grísar á jafntefli 1-1.

Tottenham 3 - 0 Newcastle (15:30 á sunnudag)
Það er fátt sem getur bjargað Newcastle og Tottenham tekur þennan leik 3-0.

Wolves 2 - 2 Burnley (15:30 á sunnudag)
Wolves er mitt uppáhalds lið fyrir utan Liverpool. Hins vegar er einn af mínum uppáhalds leikmönnum í deildinni í Burnley. Ég get ekki gert upp á milli.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir