Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. ágúst 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Aron Einar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Aron Einar Gunnarsson spáir í 1. umferðina í ensku úrvalsdeildinni.
Aron Einar Gunnarsson spáir í 1. umferðina í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lampard og félagar fara á Old Trafford.
Lampard og félagar fara á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer af stað í kvöld þegar Liverpool tekur á móti nýliðum Norwich. Umferðin heldur síðan áfram á laugardag og lýkur síðan á sunnudag með stórleik Manchester United og Chelsea.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Al-Arabi í Katar spáir í leikir helgarinnar á Englandi en Aron Einar lék með Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Liverpool 2 - 0 Norwich (19:00 í kvöld)
Ég spái þessu 2-0 fyrir Liverpool. Það verður erfitt fyrir nýliða Norwich ad mæta á Anfield í fyrsta leik. Kannski best að klára það af. Þetta fer 3-0 ef Mane byrjar líka.

West Ham 1 - 3 Manchester City (11:30 á morgun)
City menn eru númeri of stórir fyrir West Ham.

Bournemouth 2 - 1 Sheffield United (14:00 á morgun)
Þetta verðr fróðlegur leikur. Bournemouth hafa verið sterkir á heimavelli síðustu ár. Þeir hikstuðu aðeins í fyrra en það verður gaman að sjá hvernig Sheffield United menn koma inní þetta.

Burnley 2 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Sá að nýi framherjinn á Southampton sagði að þeir gætu alveg unnið deildina þannig hann er með mikið sjálfstraust, skorar líklega en minn maður Big Berg lokar þessum leik því miður.

Crystal Palace 0 - 1 Everton (14:00 á morgun)
Zaha skrópaði á æfingu, sagan í kringum hann og Everton hjálpar Palace ekki og hann líklega ekki með. Gylfinn okkar allra setur hann í vinkilinn með annað hvort hægri eða vinstri.

Watford 2 - 0 Brighton (14:00 á morgun)
Watford er hrikalega erfitt lið að eiga við og hlaupa hreinlega fyrir Brighton í þessum leik.

Tottenham 3 - 1 Aston Villa (16:30 á morgun)
Tottenham sigla þessu heim með Eriksen í fýlu á miðjunni.

Leicester 2 - 2 Wolves (13:00 á sunnudaginn)
Hendi 2-2 á þenann leik. Bæði lið enduðu síðasta tímabil vel og þetta verður skemmtilegur leikur.

Newcastle United 0 - 1 Arsenal (13:00 á sunnudaginn)
Hendi í útisigur á Arsenal 0-1. Özil kemur inná, Shelvey ætlar að berja hann en Kolasinac stígur inní það beef.

Manchester United 2 - 0 Chelsea (15:30 á sunnudaginn)
Sem Manchester United maður vill maður sigur á heimavelli í fyrsta leik og Chelsea menn án Hazard en það getur allt gerst miðað við síðasta tímabil hjá mínum mönnum. Ég hendi í 2-0 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner