Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 27. september 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Pálmi Rafn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Pálmi Rafn Pálmason varð Íslandsmeistari með KR á dögunum og hann spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.



Sheffield United 0 - 3 Liverpool (11:30 á morgun)
Liverpool eru að fara að taka þennan titil þetta tímabilið og Sheffield verður göngutúr í garðinum fyrir þá.

Bournemouth 2 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Minn maður Joshua King klárar West Ham sem eru ennþá að reyna að finna út úr þessu bikartapi sínu.

Aston VIlla 1 - 2 Burnley (14:00 á morgun)
Jói Berg með seint sigurmark, þetta verður til þess að hann fer á flug þetta tímabilið. Ef hann spilar ekki fer 1-0 Villa.

Chelsea 2 - 0 Brighton (14:00 á morgun)
Tammy og Barkley úr víti.

Crystal Palace 2 - 2 Norwich (14:00 á morgun)
Þetta verður leikur milli Pukki og Zaha. Báðir með tvö mörk.

Tottenham 5 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Tottenham koma grimmir til baka eftir vandræðalegan leik í vikunni. Kane með þrennu.

Wolves 0 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Man ekki alveg hvort liðið er slakara núna.

Everton 1 – 4 Manchester City (16:30 á morgun)
Gylfi kemur Everton yfir en svo byrjar Aguero á sinni þrennu og Sterling setur eitt.

Leicester 2 – 1 Newcastle (15:30 á sunnudag)
Vardy klárar þennan leik á 73. Mín. Verður búinn að skora áður á 24. Mín en Joelinton jafnar á 52. Mín.

Manchester United 2 - 2 Arsenal (19:00 á mánudag)
Mínir menn eru 10. árið í röð í ruglinu og halda því áfram. Luiz og Sokratis báðir með sjálfsmörk og Xhaka verður ekki maður leiksins. Emery kemur mjög taktískt inn í þennan leik en er ennþá með þessa vörn sína sem getur nánast ómögulega unnið leik, en við erum með Auba og Pepe sem bjarga jafntefli.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner