Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   fös 18. október 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gústi Gylfa er nýr þjálfari Gróttu.
Gústi Gylfa er nýr þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fékk þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Boltinn byrjar að rúlla aftur á morgun eftir landsleikjahlé. Ágúst Gylfason, nýr þjálfari Gróttu, spáir í leikina að þessu sinni.



Everton 1 - 1 West Ham (11:30 á morgun)
Okkar maður leggur upp mark Everton en því miður fá þeir mark á sig eftir hornspyrnu.

Aston Villa 0 - 0 Brighton (14:00 á morgun)
Bæði lið verða sátt við stigið í steindauðum núll núll leik.

Bournemouth 1 - 1 Norwich (14:00 á morgun)
Finninn fljúgandi Pukki skorar með vippu yfir markmanninn í byrjun leiks en heimamenn jafna stuttu seinna með marki frá King og þar við situr.

Chelsea 2 - 1 Newcastle (14:00 á morgun)
Átta marka maðurinn Tammy Abraham verður áfram á skotskónum og tryggir Chelsea sigur um miðbik seinni hálfleiks.

Leicester 2 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Heimamenn í Leicester eru erfiðir heim að sækja á King Power völlinn og sigra nokkuð örugglega, laskað lið Burnley sem verður án Jóa Bergs.

Tottenham 3 - 0 Watford (14:00 á morgun)
Kominn tími til að Tottenham sýni styrk sinn – Kane skorar þrennu í leiknum.

Wolves 2 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Úlfarnir eru með flott lið –Traore skorar sigurmarkið á +90min

Crystal Palace 1 - 3 Manchester City (16:30 á morgun)
Besti leikur umferðarinnar, hraður og vel spilaður leikur af beggja hálfu en gæði leikmanna City klára þennan leik. B. Silva verður allt í öllu hjá City.

Manchester United 0 - 2 Liverpool (15:30 á sunnudag)
Erfiður leikur fyrir United á móti besta liði Englands um þessar mundir. Mane og Van Dijk klára leikinn og sigurganga Liverpool heldur áfram.

Sheffield United 1 - 2 Arsenal (19:00 á mánudag)
Aubameyang skorar tvö í fyrrihálfleik eftir frábæran leik Arsenal en leikmenn Sheffield snúa leiknum sér í vil en ná aðeins að setja eitt mark.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner