Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. nóvember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Óli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Kristján Óli Sigurðsson og Magnús Gylfason.
Kristján Óli Sigurðsson og Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mourinho mætir aftur í ensku úrvalsdeildina um helgina.
Mourinho mætir aftur í ensku úrvalsdeildina um helgina.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford og Anthony Martial verða á skotskónum samkvæmt spá Kristjáns Óla.
Marcus Rashford og Anthony Martial verða á skotskónum samkvæmt spá Kristjáns Óla.
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson fékk tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í Dr. Football, spáir í leikina að þessu sinni.

West Ham 1 - 3 Tottenham (12:30 á morgun)
Jólin koma snemma í ár með endurkomu Jose í enska boltann. Hann er að taka við mjög góðu liði með fullt af frábærum leikmönnum og West Ham er í frjálsu falli. Harry Kane er næst besta nían í boltanum á eftir Lewandovski og setur tvö kvikindi.

Bournemoth 2 - 2 Wolves (15:00 á morgun)
Tvö mjög skemmileg lið á að horfa og þetta verður markaleikur þar sem King og Wilson skora fyrir heimamenn og Jimenez bæði fyrir gestina.

Arsenal 2 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Vonandi vinnur Arsenal þennan leik svo trúðurinn Emery verði lengur við völd þarna. Dýrlingarnir verða í fallbaráttu í allan vetur.

Brighton 1 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
Brighton spila mun skemmtilegri fótbola undir stjórn Potter en þeir gerðu í fyrra. Því miður dugar það ekki gegn Jamie Vardy og félögum sem eru á öruggri siglingu í Champions League.

Crystal Palace 1 - 3 Liverpool (15:00 á morgun)
Hjartað segir heimasigur en Klopp lét marga af sínum bestu mönnum hringja sig inn meidda í landsleikhlénu og nýtur góðs af því í þessum leik. Gamla Liverpool goðsögnin Benteke setur sárabótamark fyrir heimamenn eftir að Salah, Mané og Uxinn hafa sett hann fyrir meistaraefnin úr Bítlaborginni.

Everton 3 - 1 Norwich (15:00 á morgun)
Everton er einfaldlega betra fótboltalið og Norwich hefur heldur betur fatast flugið eftir fljúgandi start. Pukki verður enn skítþunnur eftir að Finnar tryggðu sig á EM. Gylfi setur hann úr aukaspyrnu.

Watford 1 - 2 Burnley (15:00 á morgun)
Burnley er mitt lið nr. 2 í enska boltanum og án Jóa Berg ná þeir að kreista fram sigur með tveimur skallamörkum frá Woods og Barnes.

Manchester City 2 - 1 Chelsea (17:30 á morgun)
Þessi leikur veltur á því hvort Ederson verði klár í búrið hjá City ef ekki þá vinnur Chelsea. Ég hugsa að hann verði klár og heimamenn klári þetta í stórskemmtilegum leik.

Sheffield United 0 - 2 Manchester United (16:30 á sunnudag)
Chris Wilder og hans menn lenda sem betur fer á vegg á heimavelli á sunnudag. Rashford er sjóðandi þessa dagana og Martial nýtti landsleikafríið vel til aukaæfinga og setur síðasta naglann í kistu Sheffield manna.

Aston Villa 2 - 1 Newcastle (20:00 á mánudag)
Ég dýrka mánudagsleiki og þó þessi fari ekki í sögubækurnar fyrir gæði þá verða mörk og læti á Villa Park í Birmingham á mánudagskvöld.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner