Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. ágúst 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnór Sig spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Arnór Sigurðsson í leik með CSKA.
Arnór Sigurðsson í leik með CSKA.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg og félagar mæta Arsenal í 2. umferðinni.
Jóhann Berg og félagar mæta Arsenal í 2. umferðinni.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fór af stað um síðustu helgi og um helgina fer 2. umferðin fram. Leikið verður á laugardag, sunnudag og mánudag en umferðin hefst á leik Arsenal og Burnley í hádeginu á laugardaginn.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Al-Arabi í Katar spáði sjö leikjum rétt í 1. umferðinni og nú er komið að liðsfélaga hans í íslenska landsliðinu, Arnóri Sigurðssyni leikmanni CSKA í Rússlandi að spá í leiki helgarinnar.

Arsenal 3 - 1 Burnley (11:30 á laugardag)
Ég er sjálfur Arsenal maður og er spenntur fyrir þessu tímabili. Held að Arsenal skori þrjú í fyrri og síðan er Jói Berg heitur þannig hann setur eitt í seinni.

Aston Villa 1 - 2 Bournemouth (14:00 á laugardag)
Villa voru klaufar í fyrstu umferð á móti Spurs og það situr ennþá í þeim. Verður jafn leikur en Bournemouth klárar þetta samt sem áður

Brighton 0 - 3 West Ham (14:00 á laugardag)
West Ham fékk skell í fyrstu umferð en rífa sig upp og munu eiga þægilegan dag.

Everton 2 - 0 Watford (14:00 á laugardag)
Þetta er aldrei nein spurning. Everton er með sterkt lið og ég vona að Kean byrji. Gylfi opnar markareiknginn á þessu tímabili úr víti. Ef Kean byrjar þá fer þetta jafnvel 3-0.

Norwich 0 - 1 Newcastle (14:00 á laugardag)
Hornspyrna á 87. mínútu, Carroll skalli, mark.

Southampton 1 - 4 Liverpool (14:00 á laugardag)
Liverpool er fáranlega sexy þessa stundina. Mane, Salah og Firmino skora allir eitt og síðan finnst mér líklegt að fyrrum Southampton maðurinn the Ox komi inná og setjann.

Manchester City 2 - 1 Tottenham (16:30 á laugardag)
City að byrja alltof vel, þetta verður lang skemmtilegasti leikur helgarinnar það er klárt mál. Spurs samt ekki á sama leveli og City þannig þetta verða gæðin sem ráða úrslitum.

Sheffield United 0 - 0 Crystal Palace (13:00 á sunnudag)
Þetta verður vel boring leikur. Zaha ennþá í fýlu og það verða bara allir í fýlu.

Chelsea 2 - 0 Leicester City (15:30 á sunnudag)
Chelsea óheppnir að tapa super cup þar sem þeir voru betri að mínu mati. Lampard er toppmaður og mun gíra sína menn vel upp í 2-0 sigur. Giroud og Pulisic skora.

Wolves 0 - 3 Manchester United (19:00 á mánudag)
Stemning yfir United mönnum þessa dagana, byrja þetta vel. Rashford er man in form og eg held að hann setji 2 og Pogboom skorar eh sturlað mark.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner