Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði nei við Sádi-Arabíu og er spenntari fyrir Bandaríkjunum
Sergi Roberto.
Sergi Roberto.
Mynd: EPA
Samningur Sergi Roberto hjá Barcelona er að renna út og er útlit fyrir að hann muni róa á önnur mið í sumar.

Mundo Deportivo segir frá því Al Qadsiah í Sádi-Arabíu hafi gert honum tilboð fyrir stuttu og það hafi verið ansi gott fjárhagslega séð en leikmaðurinn ákvað að hafna því þar sem hann er að hugsa mikið um lífstílinn utan vallar.

Roberto er sagður spenntur fyrir því að fara í MLS-deildina í Norður-Ameríku og þá hlýtur Inter Miami að vera líklegur áfangastaður. Þar spila nokkrir af gömlum liðsfélögum hans; Lionel Messi, Sergio Busquets, Jordi Alba og Luis Suarez.

Það er þó alls ekki útilokað að þessi fjölhæfi miðjumaður muni fá nýjan samning í Barcelona en það er ákvörðun sem nýr þjálfari liðsins mun taka. Xavi er að hætta sem þjálfari Börsunga og mun nýr maður taka við í sumar.

Hinn 32 ára gamli Roberto hefur komið við sögu í 14 leikjum á þessu tímabili og skorað þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner