Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Daði vann sinn þriðja titil á þremur árum
Arnór Daði í leik með Fram síðasta sumar.
Arnór Daði í leik með Fram síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir Íslendingar eru að gera það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Einn af þeim er Arnór Daði Aðalsteinsson, sem leikur með Fram í Lengjudeild karla.

Arnór Daði varð á dögunum deildarmeistari með Furman-háskólanum en Arnór og hans félagar báru sigur úr býtum í Southern Conference deildinni.

Fruman fékk aðeins þrjú mörk á sig í deildinni og unnu alla leikina. Þess má geta að Arnór Daði er að vinna sinn þriðja titil á þremur árum með Furman.

Nú tekur við úrslitakeppni og að henni lokinni mun Arnór koma heim og hefja leik með Fram í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner