Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. apríl 2023 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern skellti Dortmund í fyrsta leik Tuchel
Thomas Müller skoraði tvö fyrir Bayern
Thomas Müller skoraði tvö fyrir Bayern
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel gat ekki beðið um betri byrjun
Thomas Tuchel gat ekki beðið um betri byrjun
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, nýr þjálfari Bayern München, gat ekki beðið um betri frammistöðu í fyrsta leik sínum með liðið en það vann góðan 4-2 sigur á Borussia Dortmund í titilbaráttunni í Þýskalandi í dag.

Tuchel tók við liðinu á dögunum eftir að Julian Nagelsmann var látinn taka poka sinn.

Leikmenn Bayern voru staðráðnir í að sýna Tuchel sínar bestu hliðar og það gerðu þeir þó með smá hjálp í byrjun leiks. Gregor Kobel, markvörður Dortmund, gerði þá afdrifarík mistök eftir að Dayot Upamecano hafði spyrnt löngum bolta fram völlinn.

Leroy Sane gerði sig líklegan til að komast í boltann en Kobel, sem ætlaði að hreinsa, hitti boltann illa þannig hann tók snúning og rullaði í netið.

Bayern hélt áfram að keyra á Dortmund og fimm mínútum síðar gerði Thomas Müller annað mark leiksins. Mathijs de Ligt stangaði boltann í grasið eftir hornspyrnu og á Müller sem stýrði honum í netið.

Hann gerði síðan annað mark sitt nokkrum mínútum síðar eftir að Kobel varði skot Sane og var Müller fyrstur að átta sig áður en hann kom boltanum í netið.

Kingsley Coman gerði fjórða markið í byrjun síðari hálfleiks eftir laglega fyrirgjöf Sane. Einstefna hjá Bayern.

Eric Maxim Choupo-Moting kom boltanum í netið á 59. mínútu með glæsilegri bakfallsspyrnu en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri hjá Bayern en hægt að skrifa það á smá kæruleysi. Dortmund náði að minnka muninn á 72. mínútu er Serge Gnabry sparkaði niður Jude Bellingham í teignum og var það Emre Can sem skoraði úr vítaspyrnunni.

Annað mark var tekið af Bayern er Serge Gnabry tók á móti laglegri sendingu Joshua Kimmich og skoraði en aftur var það rangstaða. Donyell Malen bætti við öðru marki Dortmund stuttu síðar og lokatölur 4-2. Slök frammistaða hjá Dortmund í titilbaráttuslag og Bayern aftur komið í toppsætið með 55 stig, tveimur meira en Dortmund sem er í öðru sæti.

Mainz vann óvæntan 3-0 sigur á RB Leipzig á meðan Union Berlín vann Stuttgart með sömu markatölu. Bayer Leverkusen vann þá Schalke örugglega, 3-0.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern 4 - 2 Borussia D.
1-0 Gregor Kobel ('13 , sjálfsmark)
2-0 Thomas Muller ('18 )
3-0 Thomas Muller ('23 )
4-0 Kingsley Coman ('50 )
4-1 Emre Can ('72 , víti)
4-2 Donyell Malen ('90 )

RB Leipzig 0 - 3 Mainz
0-1 Marcus Ingvartsen ('9 )
0-2 Ludovic Ajorque ('57 )
0-3 Dominik Kohr ('67 )

Union Berlin 3 - 0 Stuttgart
1-0 Sheraldo Becker ('51 )
2-0 Kevin Behrens ('65 )
3-0 Genki Haraguchi ('68 , sjálfsmark)

Freiburg 1 - 1 Hertha
1-0 Vincenzo Grifo ('52 )
1-1 Jessic Ngankam ('77 )

Wolfsburg 2 - 2 Augsburg
0-1 Maximilian Arnold ('2 , sjálfsmark)
0-1 Maximilian Arnold ('21 , Misnotað víti)
0-2 Mergim Berisha ('32 )
1-2 Luca Waldschmidt ('83 )
2-2 Lukas Nmecha ('90 )

Schalke 04 0 - 3 Bayer
0-1 Jeremie Frimpong ('50 )
0-2 Florian Wirtz ('61 )
0-3 Serdar Azmoun ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner