Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   lau 01. maí 2021 15:50
Aksentije Milisic
England: Welbeck aðalmaðurinn í sigri á Leeds
Welbeck í baráttunni.
Welbeck í baráttunni.
Mynd: EPA
Brighton 2 - 0 Leeds
1-0 Pascal Gross ('14 , víti)
2-0 Danny Welbeck ('80 )

Brighton og Leeds United áttust við í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton var betra liðið í dag og var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Á 14. mínútu braut Ezgjan Alioski á Danny Welbeck og vítaspyrnan réttilega dæmd.

Pascal Gross steig á punktinn og skoraði. Illan Meslier fór í rétt horn en spyrnan var góð hjá Gross. Leandro Trossard fékk dauðafæri fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora.

Svipað var upp á teningnum í byrjun síðari hálfleiks. Brighton varðist mjög vel og tókst að loka á allar aðgerðir gestanna. Ben White, fyrrverandi leikmaður Leeds, fékk gott færi um miðjan síðari hálfleik en honum brást bogalistinn.

Þegar Leeds virtist vera koma sér inn í leikinn og pressa á heimamenn þá kom hins vegar annað markið frá Brighton. Welbeck tók þá frábærlega á móti knettinum áður en hann kláraði færið vel í fjærhornið.

Öflugur sigur hjá Brighton sem er nú tíu stigum frá fallsæti og fór langt með að tryggja sæti sitt í deildinni í dag. Leeds United er áfram í níunda sæti deildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner