Sterkasta lið 16. umferðar er með sérstökum hætti, það er með fimm leikjum úr þeirri umferð auk viðureignar Fram og Vals sem tilheyrir umferðinni á undan. Leikjauppröðunin er smá brengluð núna í kringum Evrópuleikina og við aðlögum okkur að því.
Fram lék því tvo leiki inni í þessum ramma, vann Val 4-1 og gerði markalaust jafntefli gegn Fylki. Ólafur Íshólm Ólafsson er í marki liðsins en hann var maður leiksins gegn Val. Kennie Chopart og Haraldur Einar Ásgrímsson voru öflugir í leikjunum tveimur og Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar fyrir sigurinn gegn Valsmönnum.
Fram lék því tvo leiki inni í þessum ramma, vann Val 4-1 og gerði markalaust jafntefli gegn Fylki. Ólafur Íshólm Ólafsson er í marki liðsins en hann var maður leiksins gegn Val. Kennie Chopart og Haraldur Einar Ásgrímsson voru öflugir í leikjunum tveimur og Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar fyrir sigurinn gegn Valsmönnum.
Helgi Fróði Ingason var umferðarstjórinn í 3-1 útisigri Stjörnunnar gegn ÍA. Örvar Eggertsson var á meðal markaskorara Garðabæjarliðsins.
FH landaði iðnaðarsigri gegn Vestra á Ísafirði 2-0 og var Ólafur Guðmundsson varnarmaður FH valinn maður leiksins. Daníel Hafsteinsson skoraði og var maður leiksins í 2-2 jafntefli KA gegn KR á útivelli og Ragnar Bragi Sveinsson var maður leiksins í markalausu jafntefli Fylkis og Fram.
Topplið Víkings fór aftur að finna taktinn og vann 5-1 sigur gegn HK. Ari Sigurpálsson skoraði og var maður leiksins gegn sínu fyrrum félagi og Gísli Gottskálk Þórðarson átti góðan leik í alla staði og Gunnar Vatnhamar er í vörn úrvalsliðsins.
Ari með mark og stoðsendingu á Helga sem kláraði virkilega vel???? #bestadeildin pic.twitter.com/MCRZsqi5g2
— Besta deildin (@bestadeildin) July 30, 2024
Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir