Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 23:30
Fótbolti.net
Sterkasta lið 15. umferðar - Sá sænski í sjötta sinn
Johannes Vall hefur átt stórgott sumar.
Johannes Vall hefur átt stórgott sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stubbur ver markið.
Stubbur ver markið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leik Fram og Vals var frestað og ekki búið að setja dagsetningu á þann leik. Þó 15. umferð sé ekki lokið þá setjum við saman Sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Stubbur, Steinþór Már Auðunsson, var valinn maður leiksins þegar KA vann 1-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Víkings. Sveinn Margeir Hauksson kvaddi með sigurmarki en hann er farinn út í nám. Þá átti Hans Viktor Guðmundsson flottan leik gegn toppliðinu. KA er á flugi.



Halldór Árnason stýrði Breiðabliki til 4-2 sigurs gegn KR. Benjamin Stokke kom af bekknum og skoraði tvívegis og þá var Aron Bjarnason baneitraður í sóknaraðgerðum Kópavogsliðsins.

Þorsteinn Aron Antonsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru í úrvalsliðinu úr 1-1 jafnteflisleik HK og Vestra.

Þá á ÍA tvo fulltrúa eftir 1-1 jafntefli gegn FH. Svíinn Johannes Vall er í úrvalsliðinu í sjötta sinn í sumar og Hinrik Harðarson kom ÍA yfir og er einnig í úrvalsliðinu.

Kjartan Már Kjartansson var flottur á miðju Stjörnunnar í 2-0 sigri gegn Fylki. Helgi Fróði Ingason skoraði annað mark Garðbæinga.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner