Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fös 01. desember 2023 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mitrovic með tvö mörk í sigri Al-Hilal á Al-Nassr
Mynd: EPA

Al-Hilal er á toppnum í efstu deild í Sádí-Arabíu en liðið breikkaði bilið eftir sigur á Al-Nassr í kvöld.


Bæði lið eru stjörnum prýdd en Aleksandar Mitrovic var hetja Al-Hilal.

Hann skoraði tvö mörk og Sergej Milinkovic-Savic skoraði eitt í 3-0 sigri. Bono er markvörður Al-Hilal og þá var Ruben Neves í byrjunarliðinu. Í liði Al-Nassr voru menn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mane, Aymeric Laporte og Marcelo Brozovic.

Eftir leikinn í kvöld er Al-Hilal með 41 stig en Al-Nassr í 2. sæti með 34 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner