PSG tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í gær en Lionel Messi og Neymar voru fjarverandi.
Liðið tapaði 3-1 gegn Lens en stuðningsmenn PSG kenna fjarveru þeirra fyrrnefndu ekki um tapið.
Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma hefur verið harðlega gagnrýndur og stuðningsmenn liðsins kalla eftir því að hinn 36 ára gamli Keylor Navas fái tækifærið í byrjunarliðinu en hann hefur ekki spilað neinn leik á þessari leiktíð.
Stuðningsmennirnir eru sérstaklega ósáttir með fyrsta mark leiksins en þá varði Donnarumma boltann út í teiginn beint í fætur leikmanns Lens sem skoraði.
Athugasemdir