Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Brescia ætlar ekki að mæta ef tímabilið hefst aftur
Massimo Cellino
Massimo Cellino
Mynd: Getty Images
Massimo Cellino, eigandi ítalska félagsins Brescia, segir að liðið mæti ekki til leiks í Seríu A ef tímabilið hefst aftur.

Kórónaveiran hefur reynst afar skæð á Ítalíu og er tala látinna þegar orðin tæplega 14 þúsund og þá eru 115 þúsund smit.

Fótbolti hefur verið settur í tímabundið hlé en Cellino hefur kallað eftir því að tímabilinu á Ítalíu verði aflýst.

Brescia er í neðsta sæti deildarinnar eins og staðan er núna en forsetinn hefur hótað því að lið hans muni ekki mæta til leiks ef tímabilið hefst aftur.

„Þetta tímabil er farið í vaskinn. Við erum ekki að spila og ekkert lið mun vera eins eftir það og leikirnir fara fram án áhorfenda. Svo er auðvitað heilsa leikmanna í hættu og það er alger þvæla að hefja þetta tímabil aftur," sagði Cellino.

„Ef þeir neyða okkur til að spila þá er ég tilbúinn að sleppa því að láta liðið mæta til leiks og tapa þeim frekar 3-0 bara til að sýna þeim borgarbúum Brescia sem misst hafa vini og fjölskyldumeðlimi virðingu."

„Það þarf að breyta öllum reglum hjá félagsliðum og landsliðum og svo eru það samningar leikmanna, bókhaldið, bankalánin, leikmannamarkaðurinn, undirbúningurinn og byrjun á nýja tímabilinu. Þetta verður ringulreið og til hvers?"
sagði Cellino og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner