Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 02. júní 2023 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Þægilegt hjá Gróttu gegn Leikni
Lengjudeildin
watermark Pétur Theodór Árnason skoraði tvö fyrir Gróttu
Pétur Theodór Árnason skoraði tvö fyrir Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 5 - 1 Leiknir R.
1-0 Pétur Theódór Árnason ('15 )
2-0 Grímur Ingi Jakobsson ('21 )
2-1 Brynjar Hlöðvers ('31 )
3-1 Aron Bjarki Jósepsson ('32 )
4-1 Pétur Theódór Árnason ('48 )
5-1 Sigurður Steinar Björnsson ('53 )
Lestu um leikinn

Grótta kom sér upp í fimmta sæti Lengjudeildarinnar með að vinna sannfærandi, 5-1, sigur á Leikni á Vivaldi-vellinum í kvöld.

Þetta var einstefna meira og minna allan leikinn. Grótta sótti strax í byrjun leiks en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, varði í tvígang á elleftu mínútu, fyrst frá Sigurði Steinari en boltinn datt fyrir Pétur Theodór og aftur varði Viktor.

Pétur bætti upp fyrir það fjórum mínútum síðar með góðu skoti úr teignum og gerði Grímur Ingi Jakobsson annað markið með frábæru skoti fyrir utan teig og efst upp í hægra hornið.

Leiknismenn keyrðu á Gróttu næstu mínúturnar og uppskáru mark er Brynjar Hlöðvers skallaði boltanum í netið eftir hornspyrnu en Grótta svaraði er Aron Bjarki Jósepsson stangaði aukaspyrnu Gríms Inga í netið.

Grótta gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks með tveimur mörkum. Pétur Theodór gerði fjórða markið eftir hornspyrnu með skalla og síðan kom fimmta markið eftir furðulegt atvik í teignum.

Sigurður Steinar átti skot sem fór af leikmanni Leiknis og upp í loftið. Viktor var að gera sig kláran að ná til boltans en Arnar Þór truflaði hann og lak boltinn í netið.

Öruggur 5-1 sigur Gróttu sem eru í fimmta sæti með 6 stig en Leiknir með aðeins 3 stig í 10. sæti.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner