Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júlí 2020 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Illa farið með Englandsmeistarana
4-0.
4-0.
Mynd: Getty Images
Man City stóð heiðursvörð fyrir meistarana fyrir leik.
Man City stóð heiðursvörð fyrir meistarana fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Manchester City 4 - 0 Liverpool
1-0 Kevin de Bruyne ('25 , víti)
2-0 Raheem Sterling ('35 )
3-0 Phil Foden ('45 )
4-0 Alex Oxlade-Chamberlain ('66 , sjálfsmark)

Englandsmeisturum Liverpool var skellt þegar þeir heimsóttu Etihad-völlinn í Manchester í kvöld.

Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í síðustu viku og fengu þeir heiðursvörð frá leikmönnum og þjálfurum Man City fyrir leikinn.

Liverpool byrjaði leikinn vel og snemma leiks heyrðist þegar, líklega stuðningsmenn Liverpool, sprengdu flugelda fyrir utan völlinn. Svo á 25. mínútu fékk City vítaspyrnu þegar Joe Gomez gerðist sekur um heimskulegt brot innan teigs. Kevin de Bruyne skoraði af miklu öryggi úr vítinu.

Svo gekk City á lagið og skoraði tvö mörk áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist. Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði á 35. mínútu og hinn efnilegi Phil Foden tíu mínútum síðar eftir frábæra sókn.

Jurgen Klopp tók Gomez af velli þar sem hann var ekki að eiga sinn besta leik. Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á fyrir og varð Uxinn fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir 20 mínútur í síðari hálfleiknum.

Riyad Mahrez skoraði mark undir lokin sem var dæmt af eftir VAR skoðun. Lokatölur 4-0 fyrir Man City. Þetta er aðeins annað tap Liverpool í deildinni á þessari leiktíð og nú munar 20 stigum á þessum tveimur efstu liðum deildarinnar.

Önnur úrslit í ensku úrvalsdeildinni í dag:
England: Sheffield United með flottan sigur á Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner