Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júlí 2020 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Sheffield United með flottan sigur á Tottenham
McBurnie og Norðmaðurinn síkáti fagna marki.
McBurnie og Norðmaðurinn síkáti fagna marki.
Mynd: Getty Images
Mourinho var ekki sáttur með að markið væri dæmt af.
Mourinho var ekki sáttur með að markið væri dæmt af.
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 3 - 1 Tottenham
1-0 Sander Berge ('31 )
2-0 Lys Mousset ('69 )
3-0 Oliver McBurnie ('84 )
3-1 Harry Kane ('90 )

Sheffield United fór illa með Tottenham er liðin mættust á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni.

Norðmaðurinn síkáti Sander Berge kom Sheffield United yfir eftir rúman hálftíma með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni. Stuttu síðar jafnaði Tottenham þegar Harry Kane skoraði. Markið var hins vegar dæmt af eftir VAR-skoðun.

Það var metið þannig að boltinn fór í hægri hönd Lucas Moura í aðdragandanum. John Egan, varnarmaður Sheffield United, sparkaði boltanum í höndina á Moura og markið dæmt af. Tottenham-menn mjög pirraðir á dómnum.

Atvikið má sjá hérna.

Staðan var 1-0 í hálfleik og það var Sheffield United sem tók öll stigin í þessum leik. Lys Mousset kom inn á sem varamaður fyrir manninn sem skorar ekki, David McGoldrick, og hann skoraði á 69. mínútu. Oli McBurnie gerði svo út um leikinn á 84. mínútu. Öll mörkin voru sáraeinföld fyrir Sheffield United; varnarlína Tottenham sofandi.

Harry Kane klóraði í bakkann þegar lítið var eftir, en lengra komst Tottenham ekki. Lokatölur 3-1.

Sheffield United er komið upp fyrir Arsenal í sjöunda sæti deildarinnar. Tottenham er í níunda sæti með tveimur stigum minna en andstæðingur sinn í dag.

Klukkan 19:15 hefst leikur Manchester City og Liverpool. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner