Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið KA og Vals - Gylfi byrjar og tveir í banni
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni hefur verið frábær í bikarnum.
Bjarni hefur verið frábær í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Jónatan að spila?
Nær Jónatan að spila?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Baldvinsson tekur út leikbann.
Birgir Baldvinsson tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn lék fyrsta klukkutímann eða svo gegn HK og kom sér í nokkrar góðar stöður.
Viðar Örn lék fyrsta klukkutímann eða svo gegn HK og kom sér í nokkrar góðar stöður.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klukkan 18:00 á Greifavellinum hefst viðureign KA og Vals í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Liðin spiluðu bæði síðast á föstudagskvöld og hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið liðanna.

Hjá KA eru þeir Birgir Baldvinsson og Bjarni Aðalsteinsson í leikbanni sem hafa verið algjörir lykilmenn í liðinu.

Við spáum því að Hrannar Björn Steingrímsson snúi til baka úr meiðslum og komi inn í bakvörðinn. Ef Hrannar er ekki klár þá gæti Ingimar Torbjörnsson Stöle komið inn.

Það er svo spurning hvort Ásgeir Sigurgeirsson komi inn fyrir Bjarna Aðalsteinsson eða þá Harley Willard. Ef Ásgeir kemur inn þá gæti Sveinn Margeir færst niður á miðsvæðið. Það verður fróðlegt að sjá hvað Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Hjá Val eru stærstu spurningamerkin heilsa Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jónatans Inga Jónssonar. Við spáum því að Gylfi hafi horft í þennan leik alveg frá því að leiknum gegn Víkingi lauk og hann verði klár í kvöld.

Jónatan fór snemma af velli í síðasta leik og hefur glímt við meiðsli á tá. Við spáum því að Bjarni Mark verði í liðinu en ef Jónatan er klár þá er líklegast að hann komi inn fyrir Bjarna.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Athugasemdir
banner
banner