banner
   mán 02. ágúst 2021 08:30
Victor Pálsson
Hefur áhyggjur af Liverpool á markaðnum
Áhyggjufullur.
Áhyggjufullur.
Mynd: Getty Images
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur áhyggjur af liðinu á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Enrique telur að Liverpool þurfi að styrkja sig í nokkrum stöðum en liðið hefur fengið varnarmanninn Ibrahima Konate frá RB Leipzig.

Það er þó alls ekki nóg fyrir Enrique sem telur að Jurgen Klopp þurfi fleiri leikmenn til að eiga möguleika á fleiri titlum.

Vandamálið er það að Liverpool virðist þurfa að selja stórt nafn svo fleiri stór nöfn gangi í raðir félagsins.

„Ég hef áhyggjur af eyðslu Liverpool í þessum glugga. Vandamálið er að eigendurnir hafa þurft að selja til að kaupa í gegnum tíðina," sagði Enrique sem lék með Liverpool frá 2011 til 2016.

„Það virðist ennþá vera raunin. Eina ástæðan fyrir því að við erum með Alisson og Virgil van Dijk er því við seldum Philippe Coutinho. Án þess þá hefðum við aldrei fengið þessa leikmenn til að hjálpa okkur að vinna titla."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner