Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. ágúst 2021 19:24
Victor Pálsson
Svíþjóð: Ísak og Ari höfðu betur gegn Kolbeini
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór fram Íslendingaslagur í Svíþjóð í dag er Gautaborg og Norrkoping áttust við í efstu deild.

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði leikinn með Gautaborg í dag og sömuleiðis þeir Ísak Bergmann Jóhannsson og Ari Freyr Skúlason hinum megin.

Að þessu sinni fengum við ekkert íslenskt mark eða stoðsendingu en Norrkoping vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Bæði Ari og Kolbeinn spiluðu allan leikinn en Ísak var tekinn af velli á 87. mínútu.

Í Danmörku mættust þá lið Sonderjyske og Nordsjælland í leik sem það síðarnefnda vann 2-0.

Kristófer Ingi Kristinsson leikur með Sonderjyske og kom inná sem varamaður í tapinu eða á 67. mínútu er staðan var 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner