Ipswich hefur gengið frá kaupunum á vinstri bakverðinum Conor Townsend. Townsend, sem er 31 árs, kemur frá WBA og er sagt að úrvalsdeildarfélagið greiði 500 þúsund pund fyrir leikmanninn.
Hann hitti nýju liðsfélaga sína í Þýskalandi í gær en þar er Ipswich í æfingaferð. Hann skrifar undir tveggja ára samning.
Hann hitti nýju liðsfélaga sína í Þýskalandi í gær en þar er Ipswich í æfingaferð. Hann skrifar undir tveggja ára samning.
„Ég er hæstánægður að vera kominn hingað. Að spila aftur í úrvalsdeildinni er stór áskorun fyrri mig og svona tækifæri býðst ekki mjög oft svo ég stökk bara á það," segir Townsend.
Ipswich endaði í 2. sæti ensu Championship deildarinnar í vor og verður því í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Hann er sjötti leikmaðurinn sem Ipswich fær í sumar. Omari Hutchinson, Ben Johnson, Jacob Greaves, Liam Delap og Arijanet Muric eru einnig nýir leikmenn Ipswich.
Hann er uppalinn hjá Hull, tók svo skrefið til Scunthorpe og hefur undanfarin sex ár verið hjá WBA, lék 42 leiki með liðinu í Championship deildinni í vetur og bar fyrirliðabandið nokkrum sinnum.
Athugasemdir