Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Ipswich búinn að framlengja
Mynd: Getty Images
Sam Morsy fyrirliði Ipswich hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2026.

Þessi miðjumaður kom til Ipswich frá Middlesbrough árið 2021 og hefur skorað tíu mörk í 131 leik fyrir félagið.

Morsy var fljótlega gerður að fyrirliða Ipswich eftir að hann kom til félagsins og hann hjálpaði liðinu að komast upp um tvær deildir á tveimur árum.

Undir stjórn Kieran McKenna komst Ipswich upp í úrvalsdeildina.

„Það er sannur heiður að hafa tekið þátt í velgengninni síðustu tvö ár. Þetta eru spennandi tímar fyrir alla hjá félaginu og við búum okkur undir stærstu áskorunina af þeim öllum," segir Morsy en Ipswich er að fara að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2002.

Ipswich tekur á móti Liverpool þann 17. ágúst í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner