Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 30. júlí 2024 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Ipswich áfram í viðræðum við þann markahæsta
Mynd: Getty Images
Nýliðar Ipswich Town eru áfram í viðræðum við Blackburn Rovers um sóknarmanninn Sammie Szmodics. Sky Sports greinir frá.

Szmodics var markahæsti maður ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili með 27 mörk.

Blackburn spilaði langt undir getu á tímabilinu en Szmodics kom vel frá sínu.

Líklega mun þessi öflugi framherji spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Ipswich er í viðræðum við Blackburn um kaup á honum.

Viðræður ganga vel og eru stjórnarmenn Ipswich vongóðir um að ná samkomulagi á næstu dögum. Leikmaðurinn vill ganga í raðir Ipswich og ættu því samningamálin að vera formsatriði.

Szmodics er 28 ára gamall og hefur leikið 4 A-landsleiki fyrir Írland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner