Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. október 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Stefna Man City er skýr - „Það er líf eftir Pep"
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, segir að það sé líf eftir hann hjá félaginu og að það treysti ekki bara á hann til að ná árangri.

Á sex árum Guardiola hjá Man City hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum. Hann hefur unnið deildabikarinn fjórum sinnum og enska bikarinn einu sinni.

Liðið þykir eitt það sterkasta í heiminum en það vantar enn þann stóra; Meistaradeild Evrópu.

Spekingar hafa velt því fyrir sér hvað gerist eftir að Guardola yfirgefur félagið. Fer allt í steik eða mun kannski lítið breytast? Guardiola segir stefnu félagsins skýra og það treysti ekki bara á einn mann.

„Félagið veit nákvæmlega hvað á að gera og hvernig á að komast á næsta skref. Það verður ekkert vandamál með það og ég er 100 prósent viss um það. Þeir vita hver stefnan er og hvað þeir þurfa að gera á þessum tímapunkti, eftir HM og næstu tímabil."

„Þegar félagið treystir á aðeins eina manneskja þá eru komin vandamál því það þýðir að það er ekki stabílt. Ef félagið treystir á Pep þá þýðir það að við höfum ekki gert vel."

„Allar ákvarðanir sem við tökum þá hugsum við um félagið tvo daga fram í tímann, næstu ár og í framtíðina og félagið veit það vel með leikmennina sem við viljum að séu að spila með mér og hvernig þeir vilja gera það. Í fótbolta, eins og í öllum íþróttum, tildæmis tennis, golf og alls staðar, þá tapar þú meira en þú sigrar,"
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner