Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. september 2017 09:00
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi-deildarinnar 2017
Bjarni Ólafur hefur átt magnað sumar.
Bjarni Ólafur hefur átt magnað sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni er í úrvalsliðinu annað árið í röð.
Hilmar Árni er í úrvalsliðinu annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll, fyrirliði Vals.
Haukur Páll, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon er geggjaður leikmaður.
Steven Lennon er geggjaður leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fótbolti.net hefur valið úrvalslið Pepsi-deildarinnar fyrir sumarið 2017 þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Íslandsmeistarar Vals eiga flesta fulltrúa í liðinu eða sex talsins. Hlíðarendaliðið hefur án nokkurs vafa verið langbesta lið sumarsins.



Anton Ari Einarsson - Valur
Þessi ungi markvörður hefur vaxið gríðarlega og sýndi mikinn stöðugleika og öryggi í sumar. Var alltaf til taks þegar á þurfti að halda og tók mikilvægar vörslur á stórum augnablikum.

Jósef Kristinn Jósefsson - Stjarnan
Vinstri bakvörðurinn er látinn í öfugan bakvörð hér í úrvalsliðinu. Átti glimrandi flott fyrsta tímabil í Garðabænum og var ákveðið vopn í sóknarleik liðsins.

Orri Sigurður Ómarsson - Valur
Frábær miðvörður sem hefur verið lykilmaður í Valsliðinu alveg frá fyrsta degi á Hlíðarenda.

Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur
Hrikalega öflugt hjá Valsmönnum að krækja í Eið. Lék eins og engill í vörninni eftir að hann gekk í raðir Vals og náði mjög vel saman með Orra.

Bjarni Ólafur Eiríksson - Valur
Aldursforsetinn í Valsliðinu hefur átt magnað sumar. Reynsla hans er Valsliðinu gríðarlega mikilvæg og hann hefur náð að lauma inn flottum mörkum líka.

Haukur Páll Sigurðsson - Valur
Valsmenn finna svo sannarlega fyrir því þegar Hauk Pál vantar. Sannur leiðtogi og baráttujaxl.

Guðjón Pétur Lýðsson - Valur
Hefur blómstrað í sumar og sá til þess að Valsmenn söknuðu ekki Kristins Freys Sigurðssonar. Býr yfir gríðarlegum gæðum.

Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Annað tímabilið í röð í úrvalsliðinu. Pakkfullur af hæfileikum og er alltaf líklegur til að búa til mörk.

Guðjón Baldvinsson - Stjarnan
Guðjón setti sér það markmið fyrir tímabilið að fara að skora meira og því markmiði náði hann. Með tólf mörk og er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar.

Steven Lennon - FH
Hefur borið sóknarleik FH á herðum sínum. Langbesti leikmaður FH á erfiðu tímabili þar sem fáir í Krikanum sýndu stöðugleika.

Andri Rúnar Bjarnason - Grindavík
Hefur átt ævintýralegt sumar og heillað marga. Sjóðandi heitur og á enn möguleika á því að slá markametið.

Varamenn:
Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Böðvar Böðvarsson (FH)
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)

Sjá einnig:
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner