Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 30. september 2018 13:00
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi-deildarinnar 2018
Hilmar Árni er í úrvalsliðinu þriðja árið í röð.
Hilmar Árni er í úrvalsliðinu þriðja árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur er markvörður ársins.
Gunnleifur er markvörður ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron og Patrick eru í liðinu.
Eiður Aron og Patrick eru í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn hefur átt virkilega öflugt sumar.
Pálmi Rafn hefur átt virkilega öflugt sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net opinberaði á dögunum lið ársins í Pepsi-deild karal en það má sjá hér að neðan. Þetta er áttunda árið í röð sem Fótbolti.net velur lið ársins.


Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
43 ára gamall og það sér ekki högg á vatni! Átti frábært sumar og útlit fyrir að hann geti leikið í deildinni í einhver ár í viðbót. Breiðablik hefur fengið á sig fæst mörk allra markvarða.

Birkir Már Sævarsson - Valur
Á fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins og það ógnar honum enginn, þó hann sé mættur heim í Pepsi-deildina. Var fínn fram að HM en sérlega öflugur eftir að hann kom frá Rússlandi.

Damir Muminovic - Breiðablik
Var í úrvalsliðinu 2015 og 2016 og snýr aftur eftir árshlé. Damir hefur verið einn allra öflugasti miðvörður deildarinnar undanfarin ár.

Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur
Í úrvalsliðinu annað árið í röð. Geggjaður miðvörður sem sýndi gæði sín enn frekar í Evrópuleikjum Hlíðarendaliðsins.

Þórarinn Ingi Valdimarsson - Stjarnan
Verulega góð kaup hjá Stjörnunni að ná í Þórarin úr Hafnarfirðinum. Smellpassar í leikstíl Garðabæjarliðsins og verður líklega enn öflugri fyrir þá næsta sumar.

Baldur Sigurðsson - Stjarnan
Draumafyrirliði þjálfarans. Setur tóninn fyrir liðið og er hungraður í árangur.

Pálmi Rafn Pálmason - KR
Pálmi var næstum búinn að yfirgefa KR fyrir tímabilið en Rúnar Kristinsson gerði hárrétt með að halda Húsvíkingnum. Pálmi hefur spilað sitt besta tímabil síðan hann kom heim úr atvinnumennskunni.

Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Þessi stórskemmtilegi leikmaður Breiðabliks er sá sem er hvað oftast brotið á í deildinni og það er ekki að ástæðulausu. Gísli var sérstaklega öflugur fyrri hluta móts og þó aðeins hafi dregið af honum kemst hann í úrvalsliðið.

Willum Þór Willumsson - Breiðablik
Hversu langt getur þessi ungi leikmaður náð? Spilaði sig inn í lykilhlutverk í Blikaliðinu í sumar og heillaði marga. Þegar hann vantaði hjá Kópavogsmönnum sást það greinilega.

Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Skorar fullt, leggur upp slatta og framkvæmir baneitraðar aukaspyrnur. Einn allra besti leikmaður deildarinnar og það segir sitt að hann er í úrvalsliðinu þriðja árið í röð!

Patrick Pedersen - Valur
Án nokkurs vafa besta 'nía' Pepsi-deildarinnar. Þegar hann er í gírnum er erfitt að ráða við hann. Skoraði 17 mörk í sumar og var sérstaklega öflugur í seinni umferðinni.

Varamannabekkur:
Haraldur Björnsson - Stjarnan
Daníel Laxdal - Stjarnan
Guðmundur Kristjánsson - FH
Haukur Páll Sigurðsson - Valur
Kaj Leo í Bartalsstovu - ÍBV
Ásgeir Sigurgeirsson - KA
Thomas Mikkelsen - Breiðablik

Sjá einnig:
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner