Arne Slot, stjóri Liverpool, var óánægður hvernig sýnir menn mættu til leiks gegn Brighton í dag.
Liverpool var marki undir í hálfleik en kom til baka í seinni og skoraði tvö. Leikur Liverpool var svipaður gegn Arsenal í síðustu umferð þar sem liðið lenti tvisvar undir en náði í jafntefli.
„Í þessum leik vorum við 1-0 undir í hálfleik og við áttum það skilið. Svokomum við sterkir til baka gegn sterku liði, að koma svona til baka gaf mér mikið sjálfstraust," sagði Slot.
„Ég sagði við leikmennina að með svona spilamennsku eins og fyrstu 45 mínúturnar munu lið refsa. Við þurfum að mæta til leiks frá upphafi."
Athugasemdir