Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 02. desember 2019 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mögnuð endurkoma - Skoruðu fjögur eftir leikhlé
Cagliari 4 - 3 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella ('38, víti)
0-2 Gaston Ramirez ('52)
1-2 Radja Nainggolan ('69)
1-3 Fabio Quagliarella ('70)
2-3 Joao Pedro ('74)
3-3 Joao Pedro ('76)
4-3 Alberto Cerri ('96)

Hinn 36 ára gamli Fabio Quagliarella, markakongur Serie A á síðustu leiktíð, skoraði tvennu fyrir Sampdoria í síðasta leik helgarinnar í kvöld.

Hann gerði eina mark fyrri hálfleiksins úr vítaspyrnu og lagði svo upp fyrir Gaston Ramirez í upphafi síðari hálfleiks.

Radja Nainggolan minnkaði muninn fyrir Cagliari með flottu skoti utan teigs en Quagliarella kom Sampdoria aftur í tveggja marka forystu með laglegu marki eftir fyrirgjöf frá Manolo Gabbiadini.

Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og náði Joao Pedro að jafna með tveimur mörkum á tveimur mínútum.

Staðan var jöfn þar til í uppbótartíma en þar var fimm mínútum bætt við. Alberto Cerri fullkomnaði endurkomu heimamanna með glæsilegu skallamarki tæpri mínútu eftir að uppbótartíminn átti að vera búinn.

Lokatölur 4-3 fyrir Cagliari sem er á ótrúlegri siglingu og vermir fjórða sæti deildarinnar um þessar mundir, með 28 stig eftir 14 umferðir. Sampdoria er aftur á móti í fallbaráttu, með 12 stig.

Claudio Ranieri tók við Samp í október og hefur fengið það verkefni að stýra liðinu frá falli og sem efst upp á töfluna. Samp endaði um miðja deild á síðustu leiktíð og seldi lykilmenn sína burt eins og hefur verið gert undanfarin ár.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner
banner