Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Eriksen æfir á æfingasvæði OB
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Heimasíða Inter
Christian Eriksen æfir um þessar mundir á æfingasvæði danska úrvalsdeildarfélagsins OB en hann var á sínum tíma í unglingaliðum félagsins áður en hann hélt til Ajax.

„Við erum ánægðir með að hann haldi sér í formi hjá okkur," segir Michael Hemmingsen, framkvæmdastjóri OB.

Eriksen hefur verið fjarri góðu gamni síðan 12. júní þegar hann fór í hjartastopp og var endurlífgaður í leik danska landsliðsins gegn Finnum á EM alls staðar.

Eriksen er samningsbundinn ítalska stórliðinu Inter en samkvæmt reglum má hann hvorki æfa né spila með liðinu þar sem bjargráður var græddur í hann.

„Við höfum verið í reglulegu sambandi við Christian síðan hann fór frá okkur og við tókum því fagnandi þegar hann bað um að æfa á svæðinu hjá okkur," segir Hemmingsen.

Eriksen æfir einn með einkaþjálfara og er meðal annars að æfa með bolta.

Eriksen, sem er 29 ára, er samningsbundinn Inter til 2024. Öll samskipti milli hans og félagsins eru á jákvæðum nótum og vilji til þess í sameiningu að finna bestu lausnina fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner