Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   lau 02. desember 2023 12:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maldini: Gæti aldrei farið í annað ítalskt lið
Mynd: Getty Images

Paolo Maldini hefur verið orðaður við starf yfirmanns fótboltamála hjá Manchester United þegar Sir Jim Ratcliffe gengur frá kaupum á 25 prósent hlut í félaginu.


Maldini er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá AC Milan í sumar þar sem hann var í stóru hlutverki á bakvið tjöldin.

Hann var til viðtals hjá ítalska fjölmiðlamanninum Gianluca Di Marzio þar sem hann sagðist tilbúinn til að skoða tilboð frá félögum fyrir utan Ítalíu.

„Valkostirnir eru mjög takmarkaðir. Ég gæti aldrei farið í annað ítalskt lið. Ég myndi bara skoða tilboð frá stóru erlendu félagi. Ég vil vinna og byggja upp, Sádí-Arabíu gæti verið krefjandi valkostur, hver veit," sagði Maldini.


Athugasemdir
banner
banner