PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mainoo og Martínez í banni gegn Arsenal
Mynd: EPA
United-mennirnir Kobbie Mainoo og Lisandro Martínez verða báðir i banni þegar liðið mætir Arsenal á miðvikudag.

Báðir leikmenn fengu að líta gula spjaldið í 4-0 stórsigri United á Everton í gær og eru því komnir í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Þetta er mikið högg fyrir United sem var að ná í fyrsta deildarsigurinn undir stjórn Ruben Amorim.

Mainoo og Martínez voru báðir í byrjunarliðinu gegn Everton og verður því erfitt að leysa þá af hólmi.

United er í 9. sæti deildarinnar með 19 stig, aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti, en Arsenal í öðru sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner