Gluggadagurinn er í dag en enska glugganum verður skellt í lás klukkan 23:00. Ben Chilwell, vinstri bakvörður Chelsea, er á leið til Crystal Palace á láni út tímabilið.
Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag.
Þessi 28 ára gamli Englendingur hefur aðeins komið við sögu í einum leik hjá Chelsea á tímabilinu. Hann kom þá inn á sem varamaður í leik gegn Barrow í deildabikarnum í september.
Hann gekk til liðs við Chelsea frá Leicester fyrir 50 milljónir punda árið 2020. Hann hefur leikið 107 leiki fyrir félagið. Enzo Maresca hefur verið mjög opinn með það að Chilwell hafi ekki verið í plönum hans.
Athugasemdir