Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 07:40
Elvar Geir Magnússon
Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna
Powerade
Gluggadagurinn er í dag!
Gluggadagurinn er í dag!
Mynd: Fótbolti.net
Mathys Tel er mikið í umræðunni.
Mathys Tel er mikið í umræðunni.
Mynd: EPA
Gerir Chelsea tilboð í Garnacho í dag?
Gerir Chelsea tilboð í Garnacho í dag?
Mynd: Getty Images
Felix býst við að yfirgefa Chelsea.
Felix býst við að yfirgefa Chelsea.
Mynd: Chelsea
Gluggadagurinn er í dag en félagaskiptamarkaðnum í enska boltanum verður lokað klukkan 23:00 í kvöld. BBC og Sky hafa tekið saman helsta slúðrið sem er í gangi.

Franski framherjinn Mathys Tel (19) vill ganga til liðs við Manchester United en samningaviðræður við Bayern München hafa siglt í strand. Þýska félagið vill hafa klásúlu um kaupskyldu eða varanlega félagaskipti. (Sky Þýskalandi)

Manchester United hefur stefnt að Tel, en Christopher Nkunku (27) ára, framherji Chelsea og Frakklands, er annað mögulegt skotmark á gluggadeginum. Félagið vill fá inn sóknarmann í dag. (ESPN)

Arsenal bíður í bakgrunninum eftir að tveimur tilboðum United í Tel var hafnað á sunnudaginn. (Mail)

Sóknarmaðurinn Evan Ferguson (20) hefur staðist læknisskoðun hjá West Ham en hann verður lánaður þangað frá Brighton. (Sky Sports)

Aston Villa lætur ekki staðar numið eftir að hafa fengið Marcus Rashford og er að tryggja sér vængmanninn Marco Asensio (29) á láni frá Paris Saint-Germain. (Sky Sports)

Tottenham hefur samið við Chelsea um lánssamning fyrir varnarmanninn Axel Disasi (26) en franski landsliðsmaðurinn vill fara til Aston Villa. (Fabrizio Romano)

Ben Chilwell (28), vinstri bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, er á leið í læknisskoðun hjá Crystal Palace áður en hann fer á lán til félagsins. (Telegraph)

Chelsea gæti gert tilboð á gluggadeginum í argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho (20) hjá Manchester United. (Football.London)

Southampton hefur samið við Royal Antwerpen um kaup á nígeríska framherjanum Victor Udoh (20). (Daily Echo)

Newcastle mun leyfa enska varnarmanninum Lloyd Kelly (26) að fara til Juventus í samningi sem verður gerður varanlegur fyrir 20 milljónir punda í sumar. (Mail)

Joao Felix (25) býst við að yfirgefa Chelsea í dag en AC Milan og Aston Villa hafa bæði áhuga á þessum portúgalska framherja. (Sky Þýskaland)

Manchester United hefur tekið þátt í kapphlaupinu um að fá Liam Delap (21), framherja Ipswich, sem hefur einnig verið orðaður við Tottenham. (Express)

Ajax mun ekki leyfa enska miðjumanninum Jordan Henderson (34) að fara til Mónakó í yfirstandandi félagaskiptaglugga. (Mail)

Átta milljóna punda tilboði Brighton í kantmanninn unga Tommy Watson (18) var hafnað af Sunderland. Von er á fleiri tilboðum í enska unglingalandsliðsmanninn. (Guardian)

Everton er að vinna að samkomulagi um að fá Adrien Truffert (23), vinstri bakvörð Rennes og Frakklands. (Mail)

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, vill fá Strahinja Pavlovic (23), serbneskan miðvörð AC Milan, á 25 milljónir punda. (Sun)

Jorginho (33), miðjumaður Arsenal og Ítalíu, er nálægt því að ná samkomulagi við brasilíska félagið Flamengo um að ganga til liðs við félagið í sumar. (Sky Ítalíu)

Hætta er á að talraunir Napoli til að fá franska kantmanninn Allan Saint-Maximin (27), sem er í láni hjá Fenerbahce, frá Al-Ahli verði að engu. (Corriere dello Sport)

Tottenham er að íhuga tilboð í franska framherjann Eli Junior Kroupi (18) hjá Lorient. Chelsea og West Ham hafa einnig fylgst með honum. (Football Insider)

Brighton er að ganga frá samningi við Stefanos Tzimas (19), grískum framherja PAOK, sem er núna á láni hjá Nurnberg. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner