Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 12:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er leikmaður sem Man City hefur skoðað ítarlega"
Nico Gonzalez.
Nico Gonzalez.
Mynd: Getty Images
„Hann er leikmaður sem Manchester City kann vel við," segir Ben Ransom, fréttamaður Sky Sports, um Nico Gonzalez.

Manchester City hefur ekki náð að fylla skarð Rodri eftir að spænski miðjumaðurinn meiddist illa á hné.

Nico Gonzalez, fyrrum leikmaður Barcelona og Valencia, er orðaður við City. Þessi 23 ára miðjumaður er hjá Porto.

City hefur þegar eytt 120 milljónum punda í nýja leikmenn í þessum glugga og félagið er núna að reyna að fá Gonzalez inn áður en glugginn lokar.

„Hann er leikmaður sem City hefur skoðað ítarlega," segir Ransom enn frekar. „Fran, faðir Gonzalez sem spilaði fyrir Deportivo La Coruna, hefur unnið í akademíu City og félagið hefur tvisvar reynt að fá hann."

„Viðræðurnar eru þó flóknar þar sem leikmaðurinn er með 50 milljón punda riftunarverð og eins og staðan er núna, þá vill Porto fá það greitt að fullu," segir fréttamaðurinn.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner