Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 16:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Önnur U-beygja tengd Tottenham?
Mynd: EPA
Það gæti orðið önnur U-beygja tengd Tottenham í dag en fyrr í dag breyttust áform Mathys Tel og bendir allt til þess að hann gangi í raðir Tottenham á láni út tímabilið.

Næsta U-beygja gæti verið í málefnum Axel Disasi en Tottenham hefur haft augastað á honum í glugganum og var hann orðaður við félagið um helgina. Fréttir frá Englandi voru á þá leið að Disasi vildi ekki fara til Tottenham.

Það leit því út fyrir að hann væri að fara frá Chelsea til Aston Villa en talkSPORT greinir frá því að Tottenham væri mætt aftur í baráttuna.

Villa var búið að ná samkomulagi við franska varnarmanninn en það gengur hægt að klára málin milli félaganna.

Nú er því sagt að ekki sé útilokað að Disasi haldi sig í London og fari til nágranna Chelsea í Tottenham.

Disasi er 26 ára varnarmaður sem kom til Chelsea frá Mónakó árð 2023. Hann hefur einungis komið við sögu í sex deildarleikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner