Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. mars 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Watkins á skilið að fara á EM"
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins framherji Aston Villa hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð en Unai Emery stjóri liðsins segir að hann eigi skilið að fara með enska landsliðinu á EM í Þýskalandi í sumar.

Watkins hefur skorað 21 mark í öllum keppnum en hann hefur aldrei skorað jafn mörg mörk í úrvalsdeildinni eða sextán talsins. Hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Luton í gær.

„Allir leikmenn eru að sýna þeirra hæfileika, skuldbindingu og frammistöðu. Svo verður þjálfari landsliðsins bara að taka ákvörðun. Mér finnst að hann eigi skilið að vera þarna," sagði Emery.

Watkins fær samkeppni frá mönnum á borð við Harry Kane og Ivan Toney en Gareth Southgate hefur um þrjá mánuði til að ákveða hvaða leikmenn hann vill taka með sér til Þýskalands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner