Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 03. apríl 2021 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Chelsea og WBA: Thiago Silva snýr til baka
Chelsea tekur á móti WBA í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé. Leikið er á Stamford Bridge og hefst leikurinn klukkan 11:30.

Chelsea er í 4 .sæti og WBA í 19. sæti, 33 stig skilja liðin af og er markmið Chelsea að vera í Meistaradeildarsæti þegar tímabilið endar á meðan WBA er tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni sem stendur.

Fyrri leikur liðanna endaði með 3-3 jafntefli eftir að WBA komst í 3-0 og var sú staða í hálfleik. WBA hefur náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum á meðan Chelsea er ósigrað frá því gegn Leicester þann 19. janúar. Tomas Tuchel tók við sem stjóri af Frank Lampard. Undir stjórn Tuchel hefur liðið gert fjögur jafntefli og unnið tíu leiki í öllum keppnum.

Tuchel gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Christian Pulisic, Thiago Silva og Jorginho koma inn fyrir þá N'Golo Kante, Antonio Rudiger og Kai Havertz. Kante er ekki í hópnum vegna vöðvameiðsla. Silva hefur ekki spilað síðan gegn Tottenham í byrjun febrúar, þá fór hann af velli eftir rúmlega hálftíma leik.

Sam Allardyce, stjóri WBA, gerir eina breytingu frá tapinu gegn Crystal Palace í síðustu umferð. Conor Gallagher er að láni frá Chelsea og má því ekki spila. Semi Ajayi kemur inn í liðið.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Zouma, Silva, James, Alonso, Jorginho, Kovacic, Ziyech, Pulisic, Werner.

(Varamenn: Kepa, Rudiger, Christensen, Chilwell, Gilmour, Mount, Havertz, Hudson-Odoi, Giroud)

Byrjunarlið WBA: Johnstone, Furlong, O'Shea, Bartley, Townsend, Yokuslu, Phillips, Ajayi, Maitland-Niles, Perreira, Diagne.

(Varamenn: Button, Peltier, Ivanovic, Livermore, Diangana, Snodgrass, Grant, Robinson, Robson-Kanu)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner