mið 03. júní 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Özil einbeitir sér að eigin vörulínu - Enginn að segja upp samningum
Mynd: Özil Instagram
Í dag var greint frá því að Mesut Özil fengi ekki nýjan saming hjá Adidas.

Özil hefur verið samningsbundinn Adidas í sjö og hálft ár og sagði Bild frá því að ímynd Özil út á við, þar sem umræðan hefur verið neikvæð í hans garð, sé ástæðan fyrir því að Adidas bjóði Þjóðverjanum ekki nýjan samning.

Erkut Sogut, umboðsmaður Özil, neitar því og segir að samningurinn sé að renna út og Özil ætli sér af stað með eigið merki, M10.

„Það er enginn að segja upp neinum samningum," segir Sogut við TheAthletic í dag. „Samingurinn er að renna út eins og samningar gera."

M10 er merki sem selur íþróttaklæðnað og á samfélagsmiðlum má sjá auglýsingar þar sem teiknuð fígúra af Özil er notuð í auglýsingum. Það er ekki vitað á þessum tímapunkti hvort að skófatnaður verði hluti af vöruúrvali M10.

Samningur Özil og Adidas rennur út í lok þessa mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner