Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 10. maí 2025 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar spáir í 6. umferð Bestu deildarinnar
Atli Barkar.
Atli Barkar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir skorar fyrir KA.
Ásgeir skorar fyrir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hnífur í bak frá Tryggva Hrafni.
Hnífur í bak frá Tryggva Hrafni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta umferð Bestu deildarinnar hefst með fjórum leikjum í dag, laugardag, og lýkur með tveimur leikjum á morgun. Umferðin hefst með viðureign Vestra og Aftureldingar snemma í dag og lýkur með leik Víkings og FH annað kvöld.

Atli Barkarson, leikmaður Zulte Waregem í Belgíu, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir eftir á Fanndísi Friðriksdóttur sem var með tvo leikir rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar.

Svona spáir Atli leikjunum:

Vestri 2 - 1 Afturelding (í dag, 14:00)
Vestramenn halda áfram að sjokkera alla og taka Aftureldingu frekar easy. Afturelding verður ekki búin að ná sér niður eftir sigurinn á Stjörnunni. Daði Berg setur 1 og leggur upp hitt. Benjamín Stokke opnar svo markareikning sinn í lok leiks.

KR 3 - 2 ÍBV (í dag, 19:00 )
Skemmtilegasta lið deildarinnar heldur áfram að skemmta fólkinu. Bjarki Björn skorar og leggur upp en það verður ekki nóg til að stoppa KR-ingana.

Stjarnan 1 - 1 Fram (í dag, 19:15)
Þetta verður vel boring leikur. Lítið um færi og lokað. Örvar Eggerts skorar fyrir Stjörnuna og Vuk skorar í lokin og jafnar fyrir Fram.

Valur 4 - 1 ÍA (í dag, 19:15)
Valsarar mæta brjálaðir eftir tapið í síðasta leik á móti FH og ætla að bæta upp fyrir þann leik. Jónatan verður með sýningu og setur 2. Patrik skorar 1 og Tryggvi hrafn setur svo hnífinn i bakið á Skagamönnum og skorar fjórða markið. Viktor Jóns setur eitt sárabótarmark í lok leiks.

KA 1 - 1 Breiðablik (á morgun, 17:30)
KA menn ná í gott stig á móti Blikum sem verða í veseni fyrir norðan. KA menn komast snemma yfir þegar Ásgeir skorar eftir töfrasendingu frá Hallgrími Mar. Kristófer Ingi kemur inná og jafnar í lok leiks.

Víkingur 3 - 1 FH (á morgun, 19:15)
Mínir menn vinna easy sigur. Það er bara of erfitt að mæta í Víkina og ná í stig. Gylfi er vaknaður og sýnir öllum að hann er lang besti fótboltamaðurinn í þessari deild.

Fyrri spámenn:
Eggert Aron (5 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)

Stöðuna í deildinni og umræðuþátt um síðustu umferð má nálgast hér að neðan.
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner