Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. ágúst 2022 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er nokkuð viss um að þetta verður eini titill þeirra í vetur"
Liverpool fór með sigur af hólmi í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum.
Liverpool fór með sigur af hólmi í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum.
Mynd: EPA
Manchester City fór með sigur af hólmi í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og eru líklegir til afreka á tímabilinu sem er framundan.

Það er búist við því að þetta verði barátta á milli City og Liverpool líkt og á síðasta tímabili.

Þau lið mættust í leiknum um Samfélagsskjöldinn um liðna helgi og þar fór Liverpool með sigur af hólmi, 1-3. Var það fyrsti titillinn sem Liverpool vinnur á tímabilinu en Magnús Ingvason, stuðningsmaður Man City, býst við því að hann verði sá eini sem liðið muni vinna á þessu tímabili sem er að hefjast núna. Magnús var gestur í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í gær.

„Eftir leikinn var ég áfram slakur, borðaði kvöldmat og hafði það gott. Samfélagsskjöldurinn skiptir aldrei neinu máli fyrir neinn nema þann sem vinnur hann. Þá er þetta ægilegur bikar og rosa gaman. Þetta er einn leikur, svona æfingaleikur. Menn eru að koma úr sumarfríi," sagði Magnús.

„Allt í lagi, Liverpool vinnur og ég er nokkuð viss um að þetta verður eini titill þeirra í vetur."

Það má búast við því að City verði í baráttunni um flesta titla á þessari leiktíð, og Liverpool líka. Þetta verður áhugaverð barátta, en Magnús segir að aðalmálið fyrir City sé að vinna ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.

„Englandsmeistaratitillinn er númer eitt. Þetta eru 38 leikir í erfiðustu deild í heimi. Þeir sem standa uppi þar, það hlýtur að vera ógeðslega gott lið... Englandsmeistaratitillinn er númer eitt og vonandi verður heppnin með okkur í hinum keppnunum. Við höfum gæði til þess að fara alla leið en þurfum aðeins meira en það," segir Magnús.
Enski boltinn - Tekur City þann þriðja í röð?
Athugasemdir
banner
banner
banner