Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. ágúst 2022 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag um hegðun Ronaldo: Þetta er óásættanlegt
Ten Hag og Ronaldo ræða saman.
Ten Hag og Ronaldo ræða saman.
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo er ekki sáttur með gang mála hjá Manchester United og vill yfirgefa félagið í sumar til þess að spila í Meistaradeildinni.

Hann fór í einhvers konar verkfall fyrr í sumar og vildi ekki mæta til móts við hópinn fyrir undirbúningstímabilið. Hann gerði það loksins á dögunum og spilaði æfingaleik gegn Rayo Vallecano.

Ronaldo ákvað að fara snemma heim eftir að honum var skipt af velli. Hann kláraði ekki að horfa leikinn og dreif sig í burtu frá leikvanginum.

Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, er ósáttur með þetta hjá Portúgalanum.

„Það voru fleiri sem gerðu þetta, en þetta er óásættanlegt," segir Ten Hag. „Við erum lið, við erum hópur. Þú þarft að vera alveg til enda."

Ten Hag mun taka á þessu og sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur, sama hvort það er í æfingaleik eða keppnisleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner