Lionel Messi lék á als oddi er Inter Miami vann stuðningsmanna-skjöldinn í MLS-deildinni í nótt. Argentínumaðurinn skoraði tvö, en seinna markið gerði hann úr aukaspyrnu í 3-2 sigri á Columbus Crew.
Fyrra markið kom eftir langa sendingu Jordi Alba fram völlinn og náði Messi einhvern veginn að mjaka sér í gegnum vörnina áður en hann lagði boltann í markið. Seinna markið gerði hann úr aukaspyrnu.
Columbus minnkaði muninn snemma í síðari en Luis Suarez svaraði með þriðja markinu. Heimamenn náðu öðru marki hálftíma fyrir leikslok, en komust ekki lengra en það.
Inter Miami fær „Stuðningsmanna-skjöldinn“ en hann er afhentur því liði sem endar með flest stig í deildarkeppninni. Aðalverðlaun MLS-deildarinnar er MLS-bikarinn frægi, sem þann bikar hlýtur það lið sem vinnur úrslitakeppnina. Úrslitaleikurinn fer fram 7. desember.
Dagur Dan Þórhallsson kom ekki við sögu í 2-1 sigri Orlando City á Philadelphia Union. Dagur er að glíma við meiðsli.
Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði þá síðustu fimmtán mínúturnar er St. Louis tapaði fyrir LAFC, 1-0. St. Louis fer ekki í úrslitakeppnina í ár.
SUPPORTERS’ SHIELD CHAMPIONS! ????????? pic.twitter.com/Dcfk2RYFSO
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 3, 2024
Athugasemdir