
Holland er komið með forystu eftir aðeins 10 mínútna leik gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik 16-liða úrslitana á HM í Katar.
Memphis Depay skoraði markið eftir sendingu frá Denzel Dumfries.
Þetta er 43. mark Depay fyrri hollenska landsliðið en hann er þá einn í 2. sæti yfir flest mörk skoruð í appelsínugula búningnum. Fyrir leikinn var hann jafn Klaas Jan Huntelaar í 2. sæti en Robin van Persie er markahæstur með 50 mörk.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Hollendingar eru komnir yfir á 9. mínútu en það er Memphis Depay sem skorar markið pic.twitter.com/Xy5Nag5TK0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 3, 2022
Athugasemdir